Bjóða Íslendingum milligöngu um staðgöngumæðrun
Sænska staðgöngumæðrunarfyrirtækið Nordic Surrogacy hyggst frá og með hausti bjóða Íslendingum upp á milligöngu um staðgöngumæðrun. F
„Staðgöngumæðrun er ólögleg innan Íslands, en það er ekki ólöglegt fyrir Íslendinga að fá staðgöngumæðrun erlendis,“ segir Nordic Surrogacy. „Ég hef verið í sambandi við íslenska lögfræðinga og þeir fullvissa mig um að þetta sé löglegt.“
Þjónustan stendur bæði gagnkynhneigðum og karlkyns samkynja pörum til boða og sömuleiðis einstæðum körlum. Nordic Surrogacy segir að samkvæmt íslenskum lögum sé hins vegar flóknara að hjálpa einstæðum konum og lesbíum þar sem barnið yrði skráð barn staðgöngumóðurinnar og því gæti kona lent í vandræðum með að fá að koma með það inn í landið. „Ef faðirinn er íslenskur, eins og þegar um er að ræða gagnkynhneigð pör og tvo karlmenn, er það hins vegar ekkert vandamál,“ segir hann.
Nordic Surrogacy er í samstarfi við læknastöðvar í Bandaríkjunum og Úkraínu þar sem valið á staðgöngumæðrum fylgir mjög ströngum reglum, að sögn Nordic Surrogavy. „Þetta er mjög strangt mat,“ segir hann. „Við fáum mjög margar umsóknir frá konum sem vilja verða staðgöngumæður, en við höfnum fleirum en við tökum við. Í fyrsta lagi verða konurnar sem vinna fyrir okkur að vera mæður sjálfar, hafa gengið með og fætt barn áður en þær taka þetta að sér. Þær þurfa að undirgangast stranga læknisskoðun, bæði líkamlega og andlega. Þær mega hvorki drekka né reykja og við leggjum mikla áherslu á að þær hafi sterkt stuðningsnet í kringum sig.“
„Ég hef verið í sambandi við íslenska lögfræðinga og þeir fullvissa mig um að þetta sé löglegt.“
Staðgöngumæðrunarfyrirtækið Nordic Surrogacy bjóða upp á milligöngu um staðgöngumæðrun hér á landi
Forsvarsmaður fyrirtækisins sagði beiðnir hafa borist frá Íslandi og því verið ákveðið að kynna þjónustuna hér.
Þingsályktun um staðgöngumæðrun var samþykkt í janúar 2012 og í kjölfarið skipaður starfshópur af þáverandi velferðarráðherra. Frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni var svo lagt fram á þingi 2015, en var hins vegar aldrei samþykkt.
Engin heildstæð löggjöf
Engin heildstæð löggjöf gildir því um staðgöngumæðrun í dag, utan einnar greinar í lögum um tæknifrjóvgun. Ekkert bannar hins vegar að Íslendingar nýti þjónustu staðgöngumæðra erlendis, líkt og ísraelska fyrirtækið býður. Í frumvarpinu 2015 var lagt til að staðgöngumæðrun yrði heimiluð með miklum takmörkunum og án þess að greiðsla kæmi fyrir. Þar var einnig tekið af skarið um að óheimilt væri að hafa milligöngu hér á landi um staðgöngumæðrun í útlöndum.
Aukin eftirspurn eftir þjónustunni
Í skýrslu sem unnin var á vegum Sameinuðu þjóðanna í ársbyrjun er ítrekað mikilvægi þess að aðildarríkin setji skýrar reglur um málaflokkinn á tímum síaukinnar eftirspurnar eftir slíkri þjónustu, bæði löglegri og ólöglegri. Í samtali við fréttastofu á laugardag sagði Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við lagadeild HÍ, að þörf væri á heildstæðari löggjöf óháð því hvort til stæði að rýmka eða þrengja heimildir til staðgöngumæðrunar.
„Jafnvel þó menn séu ekki á því þá held ég að það væri kostur að við settum okkur skýrari reglur um hvað það er sem við bönnum eða viljum ekki og líka tækjum þá afstöðu til þess hvernig við ætlum að framfylgja slíku banni, ef það er það sem við ætlum að halda okkur við,“ sagði Hrefna.
Staðgöngumæðrun fyrir Íslendinga
Staðgöngumæðrunarfyrirtækið Nordic Surrogacy ætlar að bjóða íslendingum upp á milligöngu um staðgöngumæðrun. Forsvarsmaður fyrirtækisins fullyrðir að þjónustan stangist ekki á við íslenska löggjöf.
Forsvarsmaður fyrirtækisins, segir það þó ekki ólöglegt fyrir Íslendinga að leita erlendis eftir þjónustunni.
„Það að finna staðgöngumóður á Íslandi og undirgangast ferlið á Íslandi væri ólöglegt. En það er í raun löglegt fyrir íslenska ríkisborgara að fara til annarra landa þar sem þetta er heimilt, undirgangast staðgönguferlið þar og koma síðan heim með börn sín,” segir hann.
Aðspurður afhverju Ísland varð fyrir valinu segir hann beiðnir hafa borist héðan um milligöngu og að hann trúi því að staðgöngumæðrun eigi að vera raunhæfur valkostur sem fólk á að vita um. Staðgöngumæðrun hefur lengi verið umdeild hér á landi en árið 2015 var lagt fyrir alþingi frumvarp til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Í frumvarpinu var gengið út frá því að milliganga sem þessi væri óheimil. Frumvarpið var aldrei samþykkt á Alþingi. Mikkeler bendir á að það er vandað til verka hjá þeim og mjög ströngum reglum sé fylgt.
„Staðgönguferlið yrði að fara fram í Bandaríkjunum, Úkraínu eða í Albaníu. Það er löglegt í fleiri löndum en við viljum ekki vinna þar af því að siðareglur um málefnið eru vafasamar. Þannig vinnum við ekki. Við erum mjög nákvæm þegar við veljum konurnar. Við förum eftir fjölda viðmiðana við valið og vinnum úr stórum hópi kvenna áður en þær eru valdar inn því það er afar mikilvægt að við finnum alveg réttu konurnar,” bendir hann á.
Aðspurður hvort hann telji fyrirtækið vera að fara framhjá íslenskri löggjöf telur hann svo ekki vera.
„Ég tel okkur ekki fara í kringum reglurnar því það er yfir 30 ára reynsla á staðgöngumæðrun í Bandaríkjunum. Þessi aðferð við að skapa fjölskyldu er réttmæt. Ég tel ósanngjarnt að fólk sé svift þessum möguleika bara af því að það hefur ólíka kynhneigð eða ef kona fæðist án legs. Þetta fólk getur samt orðið foreldrar. Fjöldi fólks getur hjálpað því að gerast foreldrar og ég tel að við eigum að gera því kleift að gera það.”
Hafðu samband við okkur til að fá frekari upplýsingar um staðgöngumæðrun
https://www.nordicsurrogacy.se/
https://www.facebook.com/nordicsurrogacy